11/09/2024

Upplýsingamiðstöðin opnar

Velkomin á StrandirUpplýsingamiðstöðin á Hólmavík opnaði í rólegheitunum í dag og með látum á morgun. Um leið opnaði tjaldsvæðið á Hólmavík formlega, þó gestir hafi gist þar allt frá miðjum maí. Par frá Sviss var á tjaldsvæðinu í morgun í hellirigningu og voru orðin frekar blaut og tjaldið þeirra líka. Þau voru samt bara kát og þáðu rjúkandi kaffi og kíktu á Galdrasýninguna áður en þau örkuðu af stað áleiðis til Ísafjarðar. Í kvöld voru svo húsbílar að koma sér fyrir á svæðinu. Handverksfólk sem vill setja munina sína í sölu hjá Strandakúnst er hvatt til að líta við í Upplýsingamiðstöðinni á morgun.

Upplýsingamiðstöðin er opin alla daga frá 9-20, jafnt virka daga og um helgar. Salernisaðstaða fyrir tjaldsvæðið í félagsheimilinu er opin allan sólarhringinn.