Categories
Frétt

Umsóknarfrestur um starf Hamingjudagastjóra rennur út í dag

Eins og fram hefur komið leitar sveitarfélagið Strandabyggð nú að framkvæmdastjóra fyrir Hamingjudaga á Hólmavík næsta sumar, en ákveðið hefur verið að hátíðin verði  haldin helgina 3.-5. júlí. Frestur til að sækja um starfið rennur út í dag, 18. mars, og á að skila umsóknum á skrifstofu sveitarfélagsins. Hér er kjörið tækifæri til að láta reyna á hæfileikana við viðburðastjórnun og skipuleggja skemmtilega fjölskylduhátíð. Vefur Hamingjudaga á Hólmavík er á vefslóðinni www.hamingjudagar.is.