11/06/2023

Gota og lifur, hausar og gellur

Fréttatilkynning
Starfsmannafélag Drangs á Drangsnesi verður með gotu og lifur, hausa, gellur og saltfisk til sölu við KSH á Hólmavík á fimmtudaginn næstkomandi, þann 19. mars frá kl. 14:00-16:15. Fram hafa komið margar eindregnar óskir um þessa þjónustu og að söludagur þar sem vörur frá Drangi voru á boðstólum í tengslum við kynningu á Fiskvinnslunni Drangi á súpufundi á Café Riis á dögunum yrði endurtekinn og er nú brugðist við með þessum hætti.