13/09/2024

Ullin sótt í Árneshrepp

Strandafragt á Hólmavík sendi í dag tvo flutningabíla norður í Árneshrepp til að sækja vetrarullina til bænda í hreppnum. Voru það Kristján og Jósteinn Guðmundssynir sem komu á bílunum og sóttu ullina, en hún verður flutt í Ullarmóttökustöðina á Blönduósi. Að sögn bílstjóranna þurfti ekkert að keðja á leiðinni norður.

Strandafraktarmenn að hlaða bílinn – ljósm. Jón G.G.