08/11/2024

Aukið vöruúrval í Strandabúðinni

Nýjum vörum hefur verið bætt í Strandabúðina sem er vefverslun Galdrasýningar á Ströndum. Nú er hægt að nálgast þar hvers kyns vandaða skartgripi með galdrastöfum auk rúnahálsmena úr silfri sem tákna flesta bókstafi. Auk þess er þar bækur að finna og þar á meðal nýútgefna bók með umfjöllun um ástargaldra um víða veröld. Slóðina inn á Strandabúðina er að finna hér en vörur eru sendar þaðan samdægurs hvert á land sem er og bornar kostnaðarlaust upp að dyrum í póstnúmerum 510 og 520.