27/12/2024

Tveir listar í Bæjarhreppi

Tveir listar verða í kjöri í Bæjarhreppi á Ströndum við kosningarnar í sveitarstjórnir í vor, en þær fara fram 27. maí næstkomandi. Þetta eru Hreppslistinn sem hefur listabókstafinn H sem Ingibjörg Rósa Auðunsdóttir á Kollsá leiðir og Lýðræðislistinn sem hefur listabókstafinn L og Sigurður Kjartansson á Hlaðhamri leiðir. Upplýsingar um skipan manna á listunum má finna hér að neðan:

H-listinn – Hreppslistinn

1. Ingibjörg Rósa Auðunsdóttir, Kollsá 2, sauðfjárbóndi/nemi
2. Grétar Örn Máni Baldvinsson, Valdasteinsstöðum, sauðfjárbóndi
3. Kristín Guðbjörg Jónsdóttir, Kolbeinsá 1, sauðfjárbóndi/nemi
4. Katrín Kristjánsdóttir, Tangahúsi, Borðeyri, grunnskólakennari
5. Sveinn Karlsson, Lyngbrekku, Borðeyri, bifvélavirki
6. Einar Haraldur Esrason, Brekkubæ, Borðeyri, gullsmíðameistari
7. Jónas Jónasson, Melum 3, sauðfjárbóndi
8. Hilmar Guðmundsson, Kolbeinsá 2, sauðfjárbóndi
9. Áslaug Helga Ólafsdóttir, Valdasteinsstöðum, sauðfjárbóndi/skrifstofumaður
10. Pálmi Sæmundsson, Laugarholti, fyrrv. sparisjóðsstjóri

L-listinn – Lýðræðislistinn

1. Sigurður Kjartansson, Hlaðhamri, bóndi
2. Þorgerður Sigurjónsdóttir, Bæ 2, bóndi
3. Sigurður Geirsson, Fjarðarhorni, bóndi og rafvirki
4. Jóhannn Ragnarsson, Laxárdal 3, bóndi
5. Björgvin Skúlason, Ljótunnarstöðum, bóndi
6. Lárus Jón Lárusson, Brekkukoti, Borðeyri, verktaki
7. Ragna Kristinsdóttir, Guðlaugsvík, bóndi
8. Þórarinn Ólafsson, Bæ 1, bóndi
9. Heiðar Þór Gunnarsson, Hlíðarhúsi, Borðeyri, verktaki
10. Guðmundur Steinar Skúlason, Guðlaugsvík, bóndi