14/10/2024

Steinhúsið opið í dag

Handverksbúðin í Steinhúsi á Hólmavík er opin í dag, miðvikudag frá 16-18, og heitt á könnunni. Búðin sem var opnuð með pompi og prakt þann 1. maí síðastliðinn verður framvegis opin á miðvikudögum kl. 16:00–18:00 og laugardögum kl. 15:00–18:00. Einnig verður opið þegar listakonurnar eru að störfum í húsinu og fólk er hvatt til að líta við.