13/11/2024

Tónlistarnemendur í víking

Årslev kirkjaTónlistarskólinn á Hólmavík tekur þátt í samnorrænni tónlistarhátíð tónskóla í vinabænum Årslev í Danmörku þar sem tónlistarnemendur úr vinabæjakeðjunni koma saman og flytja tónlistaratriði næstu daga. Nemendurnir þrír úr Tónlistarskóla Hólmavíkur sem valdir voru til þátttöku héldu utan til Danmerkur í gær ásamt Bjarna Ómari Haraldssyni kennara við tónlistarskólann, og héldu sína fyrstu tónleika á hátíðinni í morgun.

Það eru Indriði Einar Reynisson, Jón Örn Haraldsson og Börkur Vilhjálmsson sem eru fulltrúar Hólmavíkur á hátíðinni.