22/12/2024

Tónleikar á þrettándanum í Hólmavíkurkirkju

640-holmablida1
Sunnudaginn 6. janúar næstkomandi kl. 17.00 munu hjónin Barbara Guðbjartsdóttir og Viðar Guðmundsson í Miðhúsum bjóða til tónleika í Hólmavíkurkirkju. Sérstakur gestur verður Íris Björg Guðbjartsdóttir. Flutt verða jóla og áramótalög ásamt annarskonar tónlist. Í lok tónleika verður bænastund þar sem beðið verður fyrir þeim er kvöddu á liðnu ári og einnig beðið fyrir nýju ári. Séra Sigríður Óladóttir mun leiða bænina. Aðgangseyrir er hlýhugur og gleði.