18/04/2024

Tjaldurinn búinn að verpa

Tjaldur sem á ári hverju gerir sér hreiður á göngustíg rétt við Sævang og verpir þar í endaðan apríl er búinn að verpa fyrsta egginu og annað er líklega á leiðinni í þessum töluðum orðum. Í fyrra verpti þessi háværi vaðfugl 25. apríl og árið þar áður á síðasta vetrardag, í annað skiptið 2 eggjum og hitt 3. Eins og venjulega gerir tjaldurinn sér smáskál í malarrudda eða vegkantinn og verpir þar, þannig að það er kannski út í hött að tala um hreiður hjá honum. Engu að síður er þetta fyrsta hreiður ársins hér á strandir.saudfjarsetur.is öruggt merki um að vorið sé í nánd. Ungarnir eru væntanlegir úr eggjunum í kringum 20. maí ef allt fer að óskum.

Ljósmyndir – Jón Jónsson