19/04/2024

KS fundar með sauðfjárbændum

Undanfarin ár hafa margir sauðfjárbændur á Ströndum og Vestfjörðum skipt við Kjötafurðastöð KS á Sauðárkróki. Sú hefð hefur skapast að haldnir séu samráðsfundir með sauðfjárbændum á svæðinu a.m.k. einu sinni á ári og nú áforma þeir Ágúst Andrésson, forstöðumaður Kjötafurðastöðvar KS og Sigurjón Rafnsson, aðstoðarkaupfélagsstjóri, að halda fundi á svæðinu. Fyrsti fundurinn verður á Félagsheimilinu Sævangi í Strandasýslu miðvikudaginn 27. apríl og hefst hann kl. 14:00.


Á fimmtudagskvöldið 28. apríl verður síðan fundur í í Grunnskólanum á Borðeyri kl. 20:00. Í fréttatilkynningu frá KS segir að þeir félagar vonist til að sjá sem flesta viðskiptavini fyrirtækisins í ferðinni og fái að heyra þeirra hlið á samskiptunum svo gera megi gott betra.