29/05/2024

Tilboð í þekju á Hólmavíkurhöfn opnuð


Í gær voru opnuð tilboð í verkefnið Hólmavíkurhöfn, þekja og lagnir við stálþil, en það verkefni er síðari hlutinn af viðamiklum framkvæmdum við bryggjuna á Hólmavík sem hafa staðið yfir í vetur. Tilboð voru opnuð samtímis á skrifstofu Strandabyggðar á Hólmavík og hjá Siglingastofnun í Kópavogi. Tvö tilboð bárust í verkefnið og voru  þau bæði yfir kostnaðaráætlun. Eykt ehf í Reykjavík bauð 30.345.013.- og Stálborg ehf í Hafnarfirði bauð 24.888.460.- Kostnaðaráætlun verkkaupa er hins vegar 20.320.750.-