22/12/2024

Tilboð í Hólmavíkurhöfn opnuð

Í dag voru opnuð tilboð í verkið "Hólmavík, endurbygging stálþils" á skrifstofu Siglingastofnunar Íslands í Kópavogi, en það snýst um að endurnýja stálþil við hafskipabryggjuna á Hólmavík. Þrjú tilboð bárust í verkið og voru þau öll undir kostnaðaráætlun verkkaupa sem hljóðaði upp á 57.385.600.-. Lægsta tilboðið kom frá fyrirtækinu Ísar ehf í Reykjavík og var það upp á 35.936.300.- Einnig buðu í verkefnið Seljuskógar ehf í Kópavogi upp á 47.912.750.- og frá Íslenska gámafélaginu ehf í Reykjvaík upp á 51.381.487.-

Helstu magntölur í verkefninu eru þessar:
 
Rekstur stálþils – 98 plötur
Stálþilsfestirngar – 123 m
Fylling í þil – um 2.100 m3
Steyptur kantbiti – 12 m