26/04/2024

Áhugaverð námskeið í Ólafsdal

Ólafsdalsfélagið býður upp á áhugaverð námskeið sem munu fara fram í Ólafsdal við Gilsfjörð og nágrenni – í ágúst og september nk. Námskeiðin fjalla um grænmeti, ost, söl/þara og grjóthleðslu. Meðal
leiðbeinenda eru Dominique Pledel, Rúnar Marvinsson, Jóhanna Þorvaldsdóttir og Eggert Antonsson og Ari Jóhannesson. Námskeiðin eru unnin í samvinnu við Vaxtarsamning Vesturlands, Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Dalabyggð og Reykhólahrepp, Þörungaverksmiðjuna, Þjóðfræðistofu og Slowfood Reykjavík. Nánari
upplýsingar á www.olafsdalur.is og á vefsíðum samstarfsaðila.

Grænmeti og góðmeti í Ólafsdal  – fjölskylduvænt námskeið
6. ágúst kl. 13:00 – 16:00 í Ólafsdal við Gilsfjörð
Grænmetisupptaka og smakk. Lífrænt grænmeti og jurtir fyrir mannslíkamann og umhverfið. Grænmetisrækt í Ólafsdalsskólanum. Þátttakendur fá hlut í uppskeru. Á sama tíma: Námskeið fyrir börnin um mat, grænmeti / jurtir; byggt, eldað og borðað
Leiðbeinendur: Dominique Pledel, Slowfood Ísland, Sigríður Jörundsdóttir, sagnfræðingur, Kolbrún Björnsdóttir, jurtaapótekið, Elsa Dorothea Gísladóttir myndlistamaður/kennari Myndlistask. í Reykjavík

Sölvafjara og sushi – fjölskylduvænt námskeið
20. ágúst kl. 15:00-18:30 í Tjarnarlundi, Saurbæ
Sýnikennsla/sölvafjara/smakk/ kynning á hugmyndafræði og aðferðum Sushi og um Slowfood.
Á sama tíma: Barnanámskeið um ströndina, um mat, þang og þara; byggt, leikið og smakkað
Leiðbeinandi:  Rúnar Marvinsson meistarakokkur, Dominique Pledel, Slowfood Reykjavík

Ostagerð og Slowfood
3. september kl. 11:00-17:00 í Tjarnarlundi, Saurbæ
Ostagerð í heimahúsum, Ostagerð í Ólafsdalsskólanum, Slowfood og smakk á ostum úr kúa- og geitamjólk. Leiðbeinendur: Eggert Antonsson mjólkurfræðingur, Jóhanna Þorvaldsdóttir, geitabóndi Háafelli

Grjót- og torfhleðsla
3. – 4. september  í Ólafsdal við Gilsfjörð
Námskeiðið var ætlað öllum sem áhuga hafa á handverki, hleðslum, byggingalist eða garðaskipulagi. Á námskeiðinu verða hlaðnir nýir veggir en einnig sýnd hantök við endurhleðslu gamalla garða.
Leiðbeinandi: Ari Jóhannesson hleðslumaður, til aðstoðar Grétar Jónsson.