23/04/2024

Mesta fjörið í Trékyllisvík

Trékyllisvík er staðurinn til að heimsækja um Verslunarmannahelgina fyrir þá sem leita eftir gleðskap og fjöri! Melasystur opna helgina með tónleikum á Kaffi Norðurfirði á föstudagskvöld kl. 21.00, sannkallað skrall fyrir ball! Á laugardagskvöld er komið að stórdansleik með Blek og byttum í Félagsheimilinu Árnesi sem munu trylla lýðinn líkt og í fyrra. Húsið opnar kl. 23.00 og mun dansinn duna fram til kl. 3.00. Það er 18 ára aldurstakmark og kostar 3000 kr inn!  Á sunnudagskvöldið er svo punkturinn yfir i-ið, en þá er Pub Quiz á Kaffi Norðurfirði kl. 21.00. Þá er hægt að telja hversu margar heilasellur lifðu helgina af.