07/10/2024

Draumur um Nínu á Drangsnesi

580-drangsnesi

Árshátíð Grunnskólans á Drangsnesi verður haldin með pompi og prakt föstudaginn 11. apríl og hefst skemmtunin kl. 19:00 í Samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Sýndur verður söngleikurinn Draumur um Nínu, auk þess sem leikskólinn Krakkaborg mun stíga á stokk. Hið margrómaða tertuhlaðborð að lokinni sýningu svíkur svo engan. Miðaverð er 2.500.- fyrir fullorðna, 1.500.- fyrir börn, en frítt fyrir 2 ára og yngri. Allir eru hjartanlega velkomnir á árshátíðina.