24/06/2024

Þrjú ný einkahlutafélög 2004

Hagstofan hefur nú gefið út yfirlit yfir nýskráningar á hlutafélögum og einkahlutafélögum á árinu 2004. Þar kemur meðal annars fram að nýskráð hluta- og einkahlutafélög voru 2.517 á árinu 2004. Hægt er að skoða þetta talnaefni eftir sveitarfélögum.

Ef litið er sérstaklega til Stranda kemur fram að í Árneshreppi og Broddaneshreppi voru ekki skráð ný félög, en eitt í Kaldrananeshreppi, annað í Bæjarhreppi og það þriðja í Hólmavíkurhreppi.