13/09/2024

Líður að réttum

Nú líður að réttum á Ströndum og hefur vefnum strandir.saudfjarsetur.is borist upplýsingar um réttardaga í hluta Strandabyggðar. Réttað verður í Staðarrétt í Steingrímsfirði sunnudaginn 10. september, en í Skeljavíkurrétt og Kirkjubólsrétt sunnudaginn 17. september. Hefjast réttarstörfin kl. 14:00 í Kirkjubólsrétt, en ekki hefur frést af tímasetningum á hinum stöðunum. Þá má telja líklegt að réttað verði í Skarðsrétt í Bjarnarfirði laugardaginn 16. september.