22/12/2024

Þorrinn á Drangsnesi

Um helgina var haldið þorrablót í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi og var það virkilega vel heppnað. Þorranefndin stóð sig vel og heimasamin skemmtiatriðin slógu í gegn, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Haft er á orði hér að spjallinu að allt hafi verið til fyrirmyndar – salurinn, maturinn, skemmtiatriðin og ballið. Ásta Þórisdóttir var með myndavélina á lofti á skemmtuninni og sendi strandir.saudfjarsetur.is nokkrar myndir frá fjörinu.

Ljósm. Ásta Þórisdóttir