10/06/2023

Kaffikvörn og félagsvist í Sævangi

645-spilavist
Á sunnudaginn kemur verður haldinn á Sauðfjársetrinu í Sævangi spurningaleikur í anda pub-quiz og er hann nefndur Kaffikvörn. Viðburðurinn verður í Sævangi sunnudaginn 20. janúar kl. 14:00. Spurningar, gleði og gaman, og eru allir velkomnir. Verð er kr. 800 fyrir 12 ára og eldri, 500 fyrir 7-12 ára og frítt fyrir yngri. Kaffiveitingar eru innifaldar. Fimmtudaginn 24. janúar verður síðan haldin félagsvist í Sævangi og hefst spilamennskan hefst kl. 20:00. Þátttökugjald er kr. 800 og eru veitingar innifaldar.