14/10/2024

Meingölluð miðnæturbomba

MiðnæturbombanÍ tilkynningu frá Björgunarsveitinni Dagrenningu á Hólmavík kemur fram að flugeldur sem heitir Miðnæturbomban sé gallaður og yfir 60% þeirra hafi ekki virkað rétt. Búið er að taka flugeldinn úr sölu, en þeir sem hafa keypt þannig flugelda á Hólmavík eru beðnir að koma með gripinn í Björgunarsveitarhúsið Rósubúð á Hólmavík og fá einhverjar aðra í staðinn. Opið er til kl. 22:00 í kvöld og á gamlársdag frá kl. 10:00-14:00.