23/04/2024

Vatnslitanámskeið á Hólmavík

Vatnslitanámskeið verður haldið á vegum Steinhússins á Hólmavík, en þar eru nú starfræktar vinnustofur. Námskeiðið stendur í 8 vikur frá 16. febrúar – 6. apríl og verður kennt á fimmtudagskvöldum frá kl. 20-22. Kennari er Lilja Sigrún Jónsdóttir á Drangsnesi. Hún útskrifaðist frá skúlptúr- og málaradeild MHÍ 1997 og hefur haldið mörg námskeið tengd myndlist og handverki. Námskeiðið kostar kr. 15.000.- og er efniskostnaður innifalinn.

Námskeiðið er hugsað fyrir byrjendur og ekki gerðar kröfur um neina formenntun. Helstu aðferðir í vatnslitun kenndar og málað eftir uppstillingum. Farið verður í eina vettvangsferð þar sem málað verður úti þegar veður leyfir. Einnig verður unnin mynd eftir eigin ljósmynd. Skráning og nánari upplýsingar má fá hjá Ástu Þórisdóttir í síma 451-3389.