22/12/2024

Þorri genginn í garð

Árleg þorrablót eru framundan á Ströndum, á Hólmavík verður blótið í kvöld og á Drangsnesi verður þorrablót eftir viku, laugardaginn 29. janúar . Blótið á Drangsnesi hefst kl. 20.00 og húsið opnar kl. 19.30 og er miðaverð kr. 6.000.- og aldurstakmark 18 ár. Þeir sem eiga eftir að skrá sig á Drangsnesþorra eru vinsamlegast beðnir að hafa sambandi í síma 451-3296 eða 893-2785 í síðasta lagi á miðvikudagskvöld 26. jan. Þeir sem ætla bara á ballið þurfa líka að skrá sig, en miðaverð á ballið er kr. 3.000.- Forsala á miðum verður í Baldri föstudaginn 28. jan frá kl. 17-19 og minnt á að posi er ekki á staðnum. Hljómsveitin Ungmennafélagið sér um halda uppi fjörinu á Drangsnesi.