29/03/2024

Formúlutímabilið nálgast

Nú líður að því að keppni hefjist í Formúlu 1 og eru ökumenn við æfingar út um allan heim. Allmargir Strandamenn fylgjast grannt með þessari keppni og taka þátt í Liðstjóraleik formula.is. Þar keppa allmargir Strandamenn saman og sín á milli í deild sem kennd er við þennan vef – strandir.saudfjarsetur.is. Veittur er veglegur bikar til varðveislu fyrir þann sem bestum árangri nær í leiknum. Fyrsta árið sigraði Veigar Arthúr Sigurðsson í liðstjórakeppni strandir.saudfjarsetur.is eftir frábæran endasprett, en síðasta ár vann Jón Gísli Jónsson nokkuð örugglega.

Til að skrá liðið sitt í keppnissveit strandir.saudfjarsetur.is þar sem Strandamenn og sérlegir vinir þeirra keppa sín á milli þarf að þekkja kenniorð sveitarinnar sem er "strandir.saudfjarsetur.is" og lykilorð í sveitina sem er "strandir". Nú hefur verið sett upp kauptorg í Liðsstjóraleiknum og búið er að opna fyrir skráningar, þannig að hægt er að byrja að spá í heppilegri samsetningu á byrjunarliði. Fyrsti kappakstur ársins verður 11.-12. mars í Barein.

Jón Gísli tekur við bikarnum frá Veigari