13/11/2024

Gönguferð og kaffihlaðborð á sumarsólstöðum

dsNæstkomandi sunnudag 21. júní,  lengsta dag ársins, taka Sauðfjársetur á Ströndum og gönguklúbburinn Gunna fótalausa höndum saman og bjóða upp á gönguferð fyrir alla fjölskylduna og kaffihlaðborð á 2007-verðinu. Gengið verður um Kirkjubólshring undir leiðsögn Jóns Jónssonar sagnabónda á Kirkjubóli, en farið verður af stað frá hlaðinu á Kirkjubóli kl. 14:00. Kirkjubólshringur er þægileg leið fyrir alla fjölskylduna. Göngutími er 2 klst, lengd 4,8 km og hækkun 220 m.  Boðið verður upp á kaffihlaðborð fyrir göngugarpa og aðra gesti á sérstöku tilboði í Kaffi Kind í Sævangi kl. 16:00.