04/10/2024

Brynja Karen sigraði í söngvakeppni Ozon

Í kvöld var haldin bráðskemmtileg söngvakeppni félagsmiðstöðvarinnar Ozon í skólanum á Hólmavík. Flutt voru sex stórskemmtileg og vönduð atriði og voru fjögur þeirra valin til áframhaldandi þátttöku í Vestfjarðakeppni Samfés sem haldin verður á Hólmavík á föstudaginn eftir viku. Sigurvegari þar kemst svo í Söngvakeppni Samfés á landsvísu. Það var Brynja Karen sem kom, sá og sigraði í keppninni í kvöld, en hún flutti lagið Svo smá. Aðrir sem komust áfram voru Andrea Messíana Heimisdóttir, Sara Jóhannsdóttir og Gunnhildur Thelma Rósmundsdóttir.

0

Arnar S. Jónsson nýráðinn tómstundafulltrúi í Strandabyggð og forstöðumaður Ozon.

bottom

Brynja Karen sigraði, hún er lengst til hægri á myndinni. Margrét og Andrea sungu bakraddir.

Dagrún Kristinsdóttir söng og spilaði á harmonikku.

atburdir/2011/640-ozon7.jpg

Andrea flutti frumsamið lag og texta, hún er til hægri. Gunnur syngur bakraddir.

atburdir/2011/640-ozon4.jpg

Sara flytur lagið Án þín sem Trúbrot gerði frægt um árið.

atburdir/2011/640-ozon2.jpg

Gunnhildur söng lagið Lítill drengur.

atburdir/2011/640-ozon6.jpg

Arnór Jónsson og Emil Sigurbjörnsson fluttu lag sem Prúðuleikararnir gerðu frægt á sínum tíma, við mikinn fögnuð áhorfenda.

Verðlaunagripurinn í söngkeppni Ozon – ljósm. Jón Jónsson