22/12/2024

Þorrablót á Hólmavík 22. janúar

Hið árlega Þorrablót á Hólmavík verður haldið laugardaginn 22. janúar í Félagsheimilinu á Hólmavík. Blótið hefst kl. 20:00, en húsið verður opnað kl. 19:30. Þeir sem vilja skella sér á blótið en eiga eftir að tilkynna þátttöku hjá Þorranefndarkonum geta gert það í síma 695-5605 eða á netfangið innriosi@simnet.is fyrir kl. 15 föstudaginn 14. janúar.  

Þann 20. janúar nk. milli 17-18 gefst gestum kostur á að velja sér borð og sækja aðgöngumiðana. Verðið er það sama og í fyrra eða 6.500 kr. Selt verður inn á dansleikinn að loknum skemmtiatriðum á 3.000.- Ekki verður posi á staðnum. Einnig er bent á að gestir þurfa að hafa með sér drykkjarföng.