28/04/2024

Skíðakappar á Ströndum deyja ekki ráðalausir

Einstöku sinnum kemur fyrir að kuldaboli blæs svo kröfuglega éljum og hríðarbyl á Ströndum að ekki einu sinni félagar í Skíðafélagi Strandamanna treysta sér út að leika. Skíðakapparnir deyja þó ekki ráðalausir og á dögunum var gönguskíðaæfing haldin innanhúss, nánar tiltekið í fjárhúsunum á Heydalsá í Tungusveit. Mætti liðið þar á hjólaskautum og hjólaskíðum og gekk af kappi um garða og ganga í góðu yfirlæti. Í ljós kom að sumir eru meira að segja býsna snjallir í körfubolta á hjólaskautum. Myndasmiðurinn Brian Berg sem hefur ílengst á Ströndum eftir dvöl sína í Skelinni í lok síðasta árs tók meðfylgjandi myndir.

bottom

atburdir/2011/640-hjolaskidi2.jpg

Skíðaæfing í fjárhúsunum á Heydalsá – ljósm. Brian Berg.