28/04/2024

Umhverfisvottaðir Vestfirðir

umhvvott

Fjórðungssamband Vestfirðinga hefur allt frá árinu 2010 unnið að því að fá sveitarfélög í fjórðungnum umhverfisvottuð af EarthCheck, en þau samtök eru þau einu í heiminum sem votta starfssemi sveitarfélaga. Gögnum var skilað í ágúst 2015 vegna starfssemi sveitarfélagana á árinu 2014 og hefur EarthCheck  nú staðfest að sveitarfélögin hafi staðist Benchmarking viðmið EarthCheck. Þetta kemur fram á vefsíðu Fjórðungssambandsins.

Þeir þættir sem kannaðir voru komu flestir vel yfir viðmiðunarlínu EarthCheck. Inn í verkefninu eru hliðarverkefni eins og Plastpokalausir Vestfirðir sem byrjað er að vinna að. Fara verður af stað með kynningu á verkefninu og hliðarverkefnum þess á næstu mánuðum. Kynningin verður á vegum Fjórðungssambands Vestfjarða og framkvæmdaráði sem skipað er af sveitarfélögunum.