08/10/2024

Þorláksmessutónleikar í anda Bubba Morthens

Í kvöld verður Bjarni Ómar með Þorláksmessutónleika á Café Riis á Hólmavík, annað árið í röð. Tónleikarnir eru tileinkaðir Bubba Morthens og flytur Bjarni lög hans á tónleikunum. Hefjast tónleikarnir kl. 21:00 og standa til 22:30. Aðgangseyrir er 1.000.- fyrir fullorðna en 500.- fyrir 6-16 ára. Eru Strandamenn hvattir til að slaka á í kvöld á Café Riis yfir rólegum og ljúfum tónum úr smiðju Bubba, svona rétt fyrir jólin.