14/11/2024

Fólki fækkar á Hólmavík, Flateyri og Þingeyri

Fólki á Vestfjörðum fjölgar á milli ára, bæði í strjálbýlinu og einnig á ýmsum þéttbýlisstöðum. Mest er fjölgunin í Bolungarvík þar sem íbúum fjölgar um 58, en Ísafjörður kemur þar skammt á eftir með 40 fleiri íbúa 1. desember 2008 en á sama tíma 2007. Þá fjölgar um 13 á Tálknafirði á milli ára. Á fimm þéttbýlisstöðum á Vestfjörðum fækkar íbúum milli ára, um 5 á Patreksfirði, 8 í Krossholti (sem var fyrir fámennasti byggðakjarni á landinu), 12 á Hólmavík, 28 á Flateyri og 33 á Þingeyri. Fjölda íbúa á hverjum stað má finna í tölfu hér fyrir neðan.

Mannfjöldi 1. desember

Byggðarkjarni

2007

2008

Fjölgun/fækkun

Bolungarvík

904

962

58

Ísafjörður

2693

2733

40

Tálknafjörður

275

288

13

Strjálbýli

721

733

12

Suðureyri

304

312

8

Drangsnes

61

68

7

Hnífsdalur

235

242

7

Reykhólar

129

133

4

Bíldudalur

175

176

1

Súðavík

180

181

1

Borðeyri

25

25

0

Patreksfjörður

622

617

-5

Krossholt

19

11

-8

Hólmavík

381

369

-12

Flateyri

287

259

-28

Þingeyri

298

265

-33

Heimild: Hagstofa Íslands