19/07/2024

Tæpar 6 milljónir í hreinsunarátak

Í fundargerð hreppsnefndar Bæjarhrepps frá því snemma í september kemur fram að kostnaður við hreinsunarátak Sorpsamlags Strandasýslu í sumar er áætlaður tæpar sex milljónir eða nákvæmlega 5.870.281.- Gríðarlega miklu járni var safnað á Ströndum í sumar og pressað og flutt í burtu. Enn er unnið að brottflutningi járnadrasls sem safnað var saman á melnum ofan við Borðeyri þannig að verkefninu er ekki lokið að fullu. Rekstrarkostnaður Sorpsamlagsins árið 2006 er áætlaður rúmar 7 milljónir og skiptist kostnaðurinn á milli sveitarfélaganna eftir ákveðnum reglum.