22/12/2024

Sveitarstjórn Strandabyggðar fundar að nýju

Í gær var haldinn fundur í sveitarstjórn Strandabyggðar, en tveir og hálfur mánuður er liðinn frá síðasta fundi. Í gær var 11. september, en síðasti fundur á undan þeim sem haldinn var í gær var 26. júní síðastliðinn. Eins og gefur að skilja lágu ýmis mál fyrir fundinum, m.a. þrjár fundargerðir Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefndar frá þessu tímabili. Voru þær allar samþykktar samhljóða af hreppsnefnd og þar með staðfestar. Framkvæmdum sem þar er fjallað um er sumum lokið, aðrar eru hafnar, en sumir sem sent hafa nefndinni erindi hafa væntanlega beðið staðfestingar sveitarstjórnar á ákvörðunum hennar. Fundargerðirnar eru aðgengilegar hér á vefnum undir svæði Strandabyggðar.