13/09/2024

Vegagerðin kærði úrskurð Skipulagsstofnunar

Nú hefur komið á daginn að ein kæra barst vegna úrskurðar Skipulags-stofnunnar um mat á umhverfisáhrifum vegna vegagerðar um Arnkötludal og Gautsdal. Kæran sem barst er samkvæmt upplýsingum Umhverfisráðuneytis frá Vegagerðinni. Ekki liggur fyrir um hvað kæran snýst, en hægt er að geta sér þess til að hún hafi beinst gegn hömlum sem voru settar á framkvæmdatímann. Kærur eru fyrst sendar til umsagnar til valinna aðila og bárust ráðuneytinu einmitt síðustu umsagnirnar frá viðkomandi sveitarfélögum í dag.


Í framhaldi af því sendir ráðuneytið umsagnirnar til kæranda sem getur gert athugasemdir við þær. Þá tekur við vinna að úrskurði ráðherra, en hann hefur 8 vikur frá því að kærufrestur rann út þann 14. október til að úrskurða um málið. Í ljósi þess hve umsagnir bárust seint er viðbúið að sá úrskurður muni dragast fram yfir það.