19/04/2024

Svartþröstur, glóbrystingur og vepja

Epli eru góð fyrir þrestiNú fer að líða að því að farfuglarnir streymi til landsins og undanfarna daga hafa ýmsir flækingar og furðufuglar sést á Ströndum. Þannig hefur dágóður hópur af svartþröstum greinilega fokið til landsins og hafa þeir sést á að minnsta kosti fjórum stöðum við Steingrímsfjörð, í Stakkanesi, Grænanesi, Húsavík og á Kirkjubóli. Einnig hefur glóbrystingur sést við Kirkjuból í Steingrímsfirði og Miðhús í Kollafirði og vepja var á þvælingi við Kirkjuból á dögunum.