16/04/2024

Svæðisfélag VG stofnað á Ströndum í gær

Stofnfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs á Ströndum var haldinn
sunnudaginn 11. janúar 2009 að Sævangi. Fjölmennt var á fundinum og gengu margir
nýjir félagar til liðs við hreyfinguna. Eftir að félagið hafði verið formlega
stofnað tóku margir til máls og brann helst á félögum samgöngumálin og
fjarskipti við Strandir, enda er slíkt forsenda fyrir sjálfbærni samfélagsins og
atvinnuuppbyggingu. Formaður var kjörinn Jón Jónsson, aðrir í stjórn eru Arnar
Jónsson, Katla Kjartansdóttir, Kristinn Schram og Rósmundur Númason. Þau Viðar
Guðmundsson og Viktoría Rán Ólafsdóttir voru kjörin varamenn. Skoðunarmenn
reikninga eru Þórður Halldórsson og Eva Sigurbjörnsdóttir.

Þetta kemur fram á heimasíðu Vinstri hreyfingarinnar – græns framboð.