07/11/2024

Geisladiskur Kvennakórsins Norðurljósa kominn út

Nú hefur langþráður geisladiskur Kvennakórsins Norðurljósa á Ströndum litið dagsins ljós og er kominn á markað. Á disknum er að finna 14 lög eftir ýmsa höfunda, en stjórnandi kórsins er Sigríður Óladóttir. Kórinn var stofnaður 1999 og hefur verið mjög virkur í menningarlífinu á Ströndum. Hægt er að fá diskinn á Jólamarkaði Strandakúnstar í Galdrasafninu á Hólmavík og í Kaupfélagi Steingrímsfjarðar og kostar stykkið kr. 2.000.- Einnig er hægt að panta diskinn hjá Helgu Gunnarsdóttur í síma 451-3258 eða 892-6658. Vefurinn strandir.saudfjarsetur.is hvetur alla sem vettlingi geta valdið til að tryggja sér eintak hið fyrsta.