10/09/2024

Jólahlaðborð á Café Riis um helgina

Mikil eftirvænting ríkir hjá þeim sem ætla á jólahlaðborð Café Riis á Hólmavík núna um helgina, enda er hlaðborðið ávallt glæsilegt. Allir miðar eru númeraðir og happdrættisvinningur í boði, en þeir sem eiga gjafabréf eru sérstaklega minntir á að sækja sína miða. Á miðanum kemur líka fram hvaða réttir eru í boði og á hverju verður hægt að dreypa með matnum svo menn geta notað það sem eftir er vinnuvikunnar til að hlakka til.