04/03/2024

Sundmót HSS 2005

Sundmót Héraðssambands Strandamanna (HSS) verður haldið laugardaginn 11. júní í Gvendarlaug hins góða á Laugarhóli í Bjarnarfirði. Keppni hefst kl. 13:30 stundvíslega. Tilvonandi keppendur eiga að skrásetja sig hjá forráðamanni síns ungmennafélags og formenn þeirra koma þeim upplýsingum síðan áfram til Þorvaldar Hermannssonar (Tóta) í  netfangið totilubbi@hotmail.com, í síðasta lagi á fimmtudagskvöld. Við hvetjum alla til að mæta með sundfötin og góða skapið á sundmótið og taka þátt.