30/03/2023

Loksins rigning

Það hefur sjálfsagt lyftst brúnin á mörgum þegar fyrstu regndroparnir í langan tíma féllu til jarðar á Ströndum í morgun. Undanfarnar vikur hafa verið miklir þurrkar og gróður því ekki almennilega tekið við sér en nú ætti sprettan að taka við sér og sumarilmurinn að fylla vit manna og málleysingja. Samkvæmt veðurspánni þá á einnig að rigna á morgun svo það er eins víst að það verði orðið grænna og sumarlegra um að lítast í enda vikunnar. „Það hefur ekki rignt síðan það snjóaði síðast", heyrðist í tali tveggja manna á Hólmavík í morgun en rigningin í dag er vinsælt umræðuefni milli manna.