20/04/2024

Kópnes á Hólmavík

Gömul mynd af KópnesiFundur verður haldinn hjá Félagi áhugamanna um varðveislu á bænum Kópnesi á Hólmavík, á föstudaginn kl. 20:00 í Björgunarsveitarhúsinu á Hólmavík. Í sumar er framundan mikið átak í lagfæringum á húsinu og hefur fengist vilyrði fyrir lítilsháttar styrk úr Húsafriðunarsjóði til að hefjast handa. Öll fjárframlög til þessarar uppbyggingar og nýir félagar eru vel þegnir. Fólk getur lagt framlög inn á reikning félagsins sem ber númerið 316-26-9909.

Frekari upplýsingar má fá á vef félagsins.