21/05/2024

Heiða áfram í Idol

Heiða Ólafs frá Hólmavík komst örugglega áfram í Idol-keppninni í kvöld, var í hópi þeirra þriggja sem flest atkvæði fengu. Hún söng lagið Fame úr samnefndri kvikmynd, en í kvöld var kvikmyndaþema í keppninni. Það var Ísfirðingurinn Helgi Þór Arason sem féll úr keppninni í kvöld. Það þarf þó enginn að efast um að hann á framtíðina fyrir sér í söng- og leiklist.