25/04/2024

Kræklingaeldið gengur vel

Friðgeir, Halldór og Halldór LogiKræklingaeldi í Steingrímsfirði hefur gengið vel og menn eru vongóðir um þennan vaxtarsprota og nýsköpun í atvinnulífi á Ströndum. Í haust var unnið við grisjun á kræklingnum sem áhöfnin á Grímsey ST-2 á Drangsnesi setti út sumarið 2008. Hefur áseta kræklingsins verið mjög góð og útlit fyrir 30 til 40 tonna uppskeru að ári ef áframræktunin tekst eins og reiknað er með. Allnokkur vinna er við grisjunina, þar sem kræklingurinn er tekin af söfnurunum og fluttur í land og flokkaður þar eftir stærð og settur í sokka. Síðan er honum komið aftur fyrir á línum þar sem hann verður næsta árið.

Fréttaritari smellti af nokkrum myndum þar sem verið var að flokka og sokka skelina í haust og voru menn kátir með þennan áfanga í uppskerunni. Þetta er eins og í búskapnum, lömbin fara á fjall á vorin og vonast menn eftir þeim aftur að hausti vænum og fallegum.

Á Grímsey ST-2 eru bræðurnir Friðgeir og Halldór Höskuldssynir ásamt Halldóri Loga Friðgeirssyni.

Kræklingar

Halldór Logi um borð í Grímseynni ST-2

Áhöfnin á Grímsey ST-2 á Drangsnesi sem eru frumkvöðlar í kræklingaútgerð á Ströndum

frettamyndir/2009/580-kraeklingar5.jpg

Halldór Logi og Victor Örn Victorsson sem er nú reynslumestur kræklingasjómanna á Ströndum fyrir utan Drangsnesingana

frettamyndir/2009/580-kraeklingur1.jpg

Halldór Logi með kræklinginn

frettamyndir/2009/580-kraeklingur2.jpg

Viktoría Rán Ólafsdóttir hjá AtVest og Victor 

– Ljósm. Óskar Torfason