29/04/2024

Styrkir til endurheimtar votlendis

Auðlind – Náttúrusjóður stendur fyrir verkefni sem kallað er VOTLÖND þar sem lögð er áhersla á verndun vatnafars landsins á öræfum sem í byggð. Verkefnið snýst um að efla votlendi Íslands og styrkja gæði og þjónustu sem votlendi veita svo sem bindingu kolefnis, miðlun vatns, hringrás næringarefna og þar með að vernda fjölbreytni lands og lífríkis. Auðlind – Náttúrusjóður hefur nú auglýst eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum fyrir árið 2011. Hámarksfjárhæð styrkja fyrir hvert verkefni er kr 500.000 og getur upphæð styrks getur numið allt að 50% hluta kostnaðar við vinnu, tæki og kaup á aðföngum.

Nánari upplýsingar og umsóknareyðublað má finna á vefnum www.audlind.org. Á vefsíðunni má einnig finna úthlutunarreglur sjóðsins. Umsóknafrestur er til og með 30. mars 2011.