14/09/2024

Vappaðu með mér Vala með Ásu Ketilsdóttur

Á dögunum kom út geisladiskurinn Vappaðu með mér Vala, þar sem Ása Ketilsdóttir kvæðakona á Laugalandi fer með rímur og kvæði. Ása fæddist á Ytra-Fjalli í Aðaldal árið 1935 og hefur verið búsett á Laugalandi frá því um tvítugt og rekið þar myndarlegt bú. Það er löngu kominn tími á að gefinn verði út hljómplata með Ásu en rödd hennar hefur hljómað á fáeinum safndiskum í gegnum tíðina auk þess sem hægt hefur verið að nálgast upptökur af henni á Árnastofnun.  Þessi útgáfa heitir Vappaðu með mér Vala þar sem Ása á Laugalandi flytur fjölbreytilegan kveðskap ásamt sem hún leggur fyrir sig sagnamennsku. Það er Strandagaldur sem hefur haft veg og vanda að útgáfunni og fékk til liðs við sig einvalalið við upptökur, textagerð og hönnun. Með diskinum fylgir veglegur bæklingur myndskreyttur af Ásu sjálfri. Diskurinn er ekki síður ætlaður börnum en fullorðnum.


Ásu var afhentur fyrstu eintökin af diskunum á dögunum og í leiðinni var gerð lítil heimildarkvikmynd um atburðinn. Hér að neðan birtist fyrsti hluti hennar.

Geisladiskurinn Vappaðu með mér Vala er fáanalegur á Galdrasýningu á Ströndum og í vefbúð Strandagaldur fyrir þá sem eru lengra að komnir. Slóðina inn á heimasíðu útgáfunnar er að finna hér og þar er hægt að skoða bæklinginn sem fylgir útgáfunni í vefformi og einnig er hægt að versla þar þennan einstaka geisladisk.