22/12/2024

Sturla áfram 1. þingmaður

Sturla BöðvarssonKosningarnar hafa verið spennandi og tölurnar úr Norðvesturkjördæmi breyst og þróast töluvert frá því fyrstu tölur komu. Nú er staðan þannig að Sjálfstæðismenn eru með 29,2% og Samfylking með 22,6%. Framsókn er með 19,1% í kjördæminu, Vinstri grænir 15,3%, Frjálslyndir 12,4% og Íslandshreyfingin 1,4%. Þetta þýðir að Sjálfstæðismenn hafa 3 kjördæmakjörna, Samfylking 2, Framsókn, Vinstri grænir og Frjálslyndir 1 hver. Uppbótarmaðurinn er annar maður Framsóknar og skortir hann enn lítið til að ná kjördæmasætinu af þriðja manni Sjálfstæðisflokks. Röð þingmannaefnanna er þessi:

1. Sturla Böðvarsson (D)
2. Guðbjartur Hannesson (S)
3. Magnús Stefánsson (B)
4. Jón Bjarnason (V)
5. Einar K. Guðfinnsson (D)
6. Guðjón Arnar Kristjánsson (F)
7. Karl V. Matthíasson (S)
8. Einar Oddur Kristjánsson (D)
_____________________________

9. Herdís Sæmundardóttir (B)
10. Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir (V)
11. Anna Kristín Gunnarsdótir (S)
12. Herdís Þórðardóttir (D)