30/04/2024

Talningu ekki enn lokið í Norðvestur

Herdís SæmundardóttirTalningu er lokið í öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi og heldur stjórnin meirihluta sínum með 32 mönnum samtals. Sjálfstæðismenn hafa 24 menn og bæta við sig tveimur mönnum, en Framsókn 8 og tapa miklu fylgi og fjórum mönnum frá síðustu kosningum. Samfylking hefur 18 menn sem er tveimur færra en síðast, Vinstri grænir 9 menn sem er fjögun um fjóra frá því síðast og Frjálslyndi flokkurinn 4 menn sem er sama og síðast. Sami þingmannalisti er á þingi fyrir Norðvesturkjördæmi eins og í síðustu frétt hér á strandir.saudfjarsetur.is, eins og staðan er núna eftir að 12.958 atkvæði hafa verið talin.