22/07/2024

Strandabyggð setur nefndum erindisbréf

Samkvæmt upplýsingum frá Ásdísi Leifsdóttir sveitarstjóra Strandabyggðar er nú unnið að því að setja öllum nefndum sveitarfélagsins erindisbréf þar sem kveðið er á um hlutverk þeirra og starfsemi. Á vef Strandabyggðar hér á strandir.saudfjarsetur.is hefur verið birt drög að erindisbréfi Íþrótta- og tómstundanefndar og er íbúum sveitarfélagsins boðið að koma með tillögur og athugasemdir um það.