27/04/2024

Sögustund í Sævangi: Að senda börn í sveit

IMG_8235

Esther Ösp Valdimarsdóttir mannfræðingur og tómstundafulltrúi Strandabyggðar hélt á fimmtudagskvöld fyrirlestur um siðinn að senda börn í sveit. Fyrirlesturinn var haldinn á Sauðfjársetrinu í Sævangi undir yfirskriftinni Sögustund í Sævangi, en á slíkum samkomum er kaffi og með því á boðstólum á meðan flutt er erindi um sögu og menningu. Esther ræddi um sögu þess að senda börn í sveit, þróun og breytingar og hvernig ólík sjónarhorn barna, foreldra og bænda, varpa ljósi þennan þátt í lífi fjölmargra Íslendinga. Líflegar umræður sköpuðust og höfðu viðstaddir frá ýmsu að segja. Esther vinnur ásamt fleiri fræðimönnum að viðamiklu rannsóknar- og miðlunarverkefni um sveitadvöl barna og verður athyglinni beint sérstaklega að Ströndum í framhaldi verkefnisins.

IMG_8232