07/10/2024

Strandabyggð verður með í Útsvari

640-pubquis1

Sveitarfélaginu Strandabyggð gefst kostur á að vera með í spurningakeppninni Útsvari í vetur. Sveitarfélagið hefur þegar þegið þetta góða boð og nú er unnið að því að velja saman öflugt lið til þátttöku fyrir hönd Strandabyggðar. Sveitarfélögin sem keppa í vetur í Útsvari eru 24 talsins eins og hefur verið síðustu ár. Þau átta lið sem komust í fjórðungsúrslit síðasta vetur eru sjálfkrafa með þennan veturinn, en hin sextán eru dregin út eftir stærð sveitarfélaganna. Það er gleðiefni að Strandamönnum gefst nú loksins kostur á að taka þátt og láta ljós sitt skína í Útsvari. Meðfylgjandi mynd er tekin á PubQuis sem er vinsæl skemmtun á Ströndum.